uppskriftir
Forréttir
Sósur,sultur og fleira
13.2.2008 05:14:37 / hlin

Ýmsir heitir brauðréttir m skinku.

12. Sneiðar skorpulaust brauð
1. bréf reykt skinka
1/2 dl rjómi
200 gr sveppasmurostur
1 msk mojones
1 dós aspas
1 dós sveppir ( + safi ca 1 dl)
50 gr Rifinn ostur
1 stk grænmetisteningur ( má sleppa, en þá er gott að setja smá krydd, td aromat í staðinn )

Rífa brauðið niður og setja í botninn á eldföstu móti
Skera skinkuna í teninga, og setja á pönnu, blanda restinni á pönnuna, blanda öllu saman, ekki lengi á pönunni, setja þetta svo í eldfasta mótið, strá osti yfir og hita í ofni ca hálftíma á 180 c

********************************************************

Brauðréttur m. púrrulauk

 


500grömm sveppir

einn stór pakki skinka

heill purrlaukur

einn rauðlaukur

ein stór paprika

ein tsk grænmetiskraftur allt steikt saman á pönnu bara til að mýkja og sett ein og hálf dolla af hvítlaukssmurrost brætt saman, sett í vel smurt ofn form brauð í botninn og ost ofan á

*******************************************************

Brauðréttur m. brokkoli og ostum

 Brauð með skorpu (sirka 8 sneiðar í stórt mót!)
slatti af skinku
1 poki frosið brokkoli
250 gr sveppir (nýjir)
1 camenbert
1 piparsmurostur í dós
1 stóri Dimon
1 matreiðslurjómi

Brokkoli er þýtt og sveppir létt steiktir ásamt brokkoli
Rjómi settur í pott á ostur settur saman við og hitað á vægum hita
Þangað til það bráðnar allt sett saman í eldfast mót og hitað í ofni í 25 mín

********************************************************

Brauðréttur m baconsmurosti

 


1 Beikon smurostur
1/2 piparostur
matreiðslurjómi
brætt saman í potti

Brauð rifið í botnin á eldföstu móti
pepperoni
skinka
blaðlaukur sett ofan á
hinu svo helt yfir og stráð osti yfir allt saman og sett inn í ofn þar til að osturinn er bráðnaður.

 

 

 

Er búin að prufa þennan og hann er mjög góður

*****************************************************

 

Brauðréttur m sveppasmurosti

 


2 sveppasmurostar
1 1/2 matreiðslurjómi
2pk skinka
2 papríkur
1 dós aspas eða meira fer bara hvað þú vilt mikið af honum
síðan brauð

skerð skinkuna og papríkuna í litla bita sveppasmurostinn í pott og setur rjóma út í papríkuna og skinkuna út í og aspasin tætir brauðið í litla bita og sett í eldfast mót

****************************************************

Heitur réttur

 


1 Franskbrauð
1ds sveppasúpa (campells)
1ds aspas
2 msk Majones
1 1/2 dl Rjómi
200 gr Skinka
Rifinn ostur
Paxo parsley and thyme lime stuffing mix
Smurt eldfast mót

Franskbrauðið tætt niður í botninn. Hrærið saman sveppasúpunni, aspassoðinu, rjómanum og majonesinu, og hitið aðeins (ég hef reyndar ekki gert það;). Hellið blöndunni yfir brauði. Brytjið aspas og skinku í smábita og dreyfið yfir. Sáldrið ostinum yfir og að lokum er paxo stáð vel yfir. Bakað við 175°C í 35-45 mín.

***************************************************

 

 

Brauðréttur

 


1 brauð
1 stórt skinkubréf skorið niður
1 dós grænn aspas
1 dós sveppir
1 dós sveppa campellssúpa
1-2 dósir smurostur(sveppa/bacon)

 

Rífa brauðið niður,hella safa af sveppum og aspas yfir.Hræra restinni saman og hella yfir.Ostur settur yfir og hitað í ofni.(nóg að nota 1 smurost)
******************************************************

Sterkur brauðréttur

 


1 brauð
skinka
paprika, gul, rauð og græn
brokkólí
piparostur
pepperoníostur
kaffirjómi
rifinn ostur

Rífa brauð niður í eldfast mót, skera skinkuna og papriku í litla bita og stráið yfir. Hreinsa brokkólí og skera í bita og dreyfa yfir. Hita ostana og kaffirjóman og hellið yfir og látið svo ostinn yfir. Hitið í ofni þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með rifsberjahlaupi.

******************************************************

 

Brokkoliréttur

 
Soðin hrísgrjón og brauð er sett í botninn á eldföstu móti.

1½ peli rjómi
1 tsk. gráðostur
250 g sveppir, léttsteiktir á pönnu
1-2 grænmetisteningar (fer eftir stærð;)

Þessu er öllu blandað saman í pott og látið malla í um 20 mín.

1 poki brokkolí er léttsoðið
200 g skinka
2-3 msk. majones
1-2 tsk. karrý

Þessu öllu er hrært saman og 1-2 bollar af rjómablandinu hrært saman við og sett yfir hrísgrjónin og brauðið. Brokkolí og skinka er nú sett yfir og svo afgangurinn af rjómablandinu. Stráið osti yfir allt saman og hitið í ofni við 200°C í um 20 mín.

****************************************************

Gráðostabrauðréttur

  

****************************************************

Heitur réttur m. bóndabrie

 


bónda-brie ostur.
1 peli rjómi.
skinka(7 sneiðar sirka)
smá beikon
brauð rifið í botn á eldföstu smá smurðu móti
sveppadós
paprikur 3:gul,græn,rauð.smátt brytjaðar.

Setja róma í pott og ostinn. Hita við vægan þar til osturinn er bráðinn. steikja beikon og skella sveppum og skinku með.Krydda eftir vild(t.d.season all og smá pipar mulinn)
Setja heita gumsið yfir brauðið og svo rjómabráðninginn þar yfir. Stinga inní ofn á sirka 200 í smá stund og dreifa svo paprikunni yfir á eftir.Borið fram með rifsberjahlaupi.

**************************************************

Camenbertréttur

 


15 sneiðar skinka
1Camembert og rjóma brætt saman (hýðið af ostinum veitt uppúr þegar þetta er bráðnað;) þessu síðan hellt yfir .Rifinn ostur settur yfir allt saman -2 paprikur (skemmtilegra að hafa þær í sinhvorum litnum)
1 camembert
1 peli rjómi
1/2 brauð
rifinn ostur

Skorpulaust brauðið rifið í eldfast mót
Skinka og paprika skorið í smátt og sett yfir brauðið

*************************************************

Heitur rækjuréttur

 


Franskbrauð

1 bolli skinka, smátt brytjuð

Smjör

2 bollar niðursoðnir sveppir Safi af sveppunum

1/2 kg rækjur

1-1 1/2 bolli mæjónes

1/2 bolli sýrður rjómi

1 msk Hot Dog Relish

Krydd eftir smekk

4 eggjahvítur

Rifinn ostur 1.

Rífið brauðið niður í eldfast mót. Steikið skinku og sveppi í smjöri, og setjið út á brauðið ásamt soðinu. 2. Blandiðsaman rækjum, mæjónesi, sýrðum rjóma, Hot Dog Relish og kryddi. - Setjið yfir brauðið. 3. Rífið þá meira brauð ofan á og svo skal setja salat yfir það, en enda skal á brauði. 4. Þeytið eggjahvíturnar og bæði út í formið ásamt rifnum osti. Þekið með álpappír og bakið í 45 mínútur við 200°C. Gera má réttinn daginn áður og geyma í ísskáp en þá verður að geyma að setja hvíturnar út í þangað til rétt áður en þetta fer í ofninn.

**************************************************

 

 

Brauðréttur m. hrísgrj.

 


1.pk. Golden hrísgrjón frá Batchelors
1/2 dós sveppir
1 bréf skinka ( rifin niður)
1/2 brauð
2.msk majones
1.tsk karrí
1.peli rjómi
Ostur

Hrísgrjón soðin. Safi af sveppum, karrí, rjómi og majones hrært saman. Brauð rifið niður og sett í eldfast mót. Því næst er hrísgrjónunum, sveppunum og skinkunni bætt út í og að lokum er rifinn ostur settur ofan á. Hitað við 180 til 200° þar til osturinn er bráðnaður


 

1 franskbrauð, tætt í botninn

2 piparostar
1 lítill gráðostur
1 Camembert
1/2 ltr. rjómi

Sett í pott og brætt við vægan hita.

1 pk. brokkólí
1 pk. skinka
1 paprika
sveppir

Sett yfir brauðið, svo sósan og rifinn ostur. Haft í 1/2 tíma inn í 200°C heitum ofni. Borið fram með rifsberjahlaupi.

 

 

 

Klukkan
Dagsetning
28. nóvember 2014
Heimsóknir
Í dag:  54  Alls: 139677