uppskriftir
Forréttir
Sósur,sultur og fleira
13.2.2008 05:14:37 / hlin

Smákökur

SörurInnihald

3 eggjahvítur

31/2 dl flórsykur (sigtaður)

200 g möndlur

Krem:

3/4 dl sykur

3/4 dl vatn

3 eggjarauður

100 g smjör (lint)

2 msk. kókómalt
Súkkulaðibráð: 250 g Síríus rjómasúkkulaði Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið brytjuðum möndlum og flórsykri varlega saman við. Bakið við 180°C í 10 mín. Krem:Sjóðið saman sykur og vatn í síróp, ekki mjög þykkt. Hrærið eggjarauðurnar vel saman, hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggin meðan hrært er, setjið síðan smjörið og þar á eftir kókómaltið. Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti. Þekið kremið með súkkulaðibráðinni þegar það er orðið vel kalt. Geymið kökurnar í kæli

Ég nota alltaf þessa uppskrift:)

* ******************************************************************

 

Kornflexsmákökur

4 eggjahvítur
2 bollar púðursykur > stífþeytt.
4 bollar kornflex
2 bollar af kókosmjöli blandað saman við
100 gr af smáttsöxuðu suðusúkkulaði
1 tsk af vanilludropum

Sett með teskeið á bökunarpappirsklædda plötu í smá toppa. Bakað við 150 gráðu hita í ca 15 mín.

********************************************************************

 

Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.

Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín

*******************************************************************

m&m´s smákökur
450 g hveiti
250 g sykur
200 g m&m´s að eigin vali
200 g smjörlíki
1 dl nýmjólk
1 msk lyftiduft
3 stk egg

Aðferð
Saxið m&m´s gróft. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Setjið eggin saman við eitt í einu, hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni út í, síðan lyftidufti og hveiti. Blandið m&m´s varlega saman við. Mótið kúlur eða setjið deigið með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Skreytið með m&m´s.
Bakstur Bakið kökurnar í 10-15 mín. (eftir stærð;) við 180°C.

********************************************************************

 

Kropptoppar

3 eggjahvítur
150 gr. flórsykur
2 stk pippsúkkulaði
100 gr. nóa kropp

Þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn hægt út í. Brytjið pippið, merjið nóakroppið og setjið út í eggjablönduna. Hrærið varlega saman með sleif og setjið í smá toppa á bökunarplötu. Bakið við 150°C í 50 mín (ca 40 kökur)

********************************************************************

 

 

 Amerískar súkkulaðibitakökur1 1/4 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 tsk kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 stk egg
1 tsk vanilludropar
3 bollar haframjöl
300 gr brytjað súkkulaði

Hveiti, matarsóda, salti og kanil blandað saman í skál. Í annari eru smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar þeytt vel saman og hveitiblöndunni bætt smám saman við. Haframjöli og súkkulaði blandað út í deigið.
Kúfaðar teskeiðar af deigi eru settar á plötu með góðu bili á milli.
Bakað við 200°c í 8 mín.

 

Klukkan
Dagsetning
28. nóvember 2014
Heimsóknir
Í dag:  31  Alls: 139654